fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Atletico vann frábæran sigur á Juventus – Mögnuð endurkoma City

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atletico Madrid vann frábæran sigur í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið mætti stórliði Juventus.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en Atletico hafði betur 2-0 á heimavelli.

Þeir Jose Gimenez og Diego Godin, miðverðir Atletico, sáu um að skora bæði mörk liðsins í seinni hálfleik.

Manchester City vann þá einnig frábæran sigur er liðið heimsótti þýska liðið Schalke á Veltins Arena.

City var 2-1 undir í byrjun seinni hálfleiks og fékk varnarmaðurinn Nicolas Otamendi þá rautt spjald og gestirnir orðnir tíu.

Þrátt fyrir það tókst þeim ensku að skora tvö mörk undir lok leiksins og hafði að lokum betur 3-2 í stórskemmtilegum leik.

Atletico Madrid 2-0 Juventus
1-0 Jose Gimenez(78′)
2-0 Diego Godin(83′)

Schalke 2-3 Manchester City
0-1 Sergio Aguero(18′)
1-1 Nabil Bentaleb(víti, 38′)
2-1 Nabil Bentaleb(víti, 45′)
2-2 Leroy Sane(85′)
2-3 Raheem Sterling(90′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“