fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Lagði út 6 milljónir fyrir nýjum bíl en fékk hann aldrei: Lögreglan fer í málið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Vardy, framherji Leicester er reiður og pirraður þessa dagana eftir að rúmlega sex milljónum var stolið af honum.

Vardy ætlaði að kaupa sér Lamborghini Urus, bifreið og hafði samband við fyrirtæki sem ætlaði að sjá um það. Vardy lagði út 40 þúsund pund eða rúmar 6 milljónir.

Framherjinn knái átti svo að borga 129 þúsund pund þegar bíllinn yrði afhentur en Lamborghini Urus bíllinn er nýlega kominn á markað og er eftirsótt vara.

Fyrirtækið sem ætlaði að redda bílnum fyrir Vardy er hins vegar farið á hausinn, hann hefur hvorki séð peningana sína eða bílinn sem hann ætlaði að fá sér.

Eigandi fyrirtækisins segist vera í peninga vandræðum en lofar að borga Vardy til baka. Vardy sættir sig ekki við þetta og hefur haft samband við lögreglu og lögfræðinga, hann vill fá aurana sína aftur í hvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu