fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 11:00

Mynd: ÍA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Gunnlaugsson sem er einn af merkilegri knattspyrnumönnum sem Ísland hefur átt, hann var undrabarn. Arnar á tvíburabróðir, Bjarka Gunnlaugsson sem einnig náði í fremstu röð í fótboltanum.

Arnar spilaði með liði Feyenoord frá 1992 til 1994 áður en hann samdi við Nurnberg í Þýskalandi.

Þar stoppaði Arnar í eitt ár áður en hann fékk grænt ljós á að snúa aftur heim til ÍA ásamt bróður sínum, Bjarka.

Arnar og Bjarki fóru heim til að halda sér í leikformi en þeir voru enn í eign hollenska félagsins.

,,Bosman er ekki alveg gengið í gegn þarna, það fer 1996 þannig við erum eiginlega eign Feyenoord þegar við komum til baka,“ sagði Arnar.

,,Feyenoord lánar okkur til Nurnberg og við komum til baka og erum eign Feyenoord. Við vildum ekki fara þangað aftur, ég man ekki útaf hverju það var. Það var einhver fáránleg kergja.“

,,Ellert B. Schram sem var þáverandi formaður KSÍ eða allavegana eitthvað í kringum KSÍ, hann hittir forseta Feyenoord og biður hann fyrir okkar hönd hvort við megum ekki bara að fara að spila á Íslandi í smá tíma á meðan við leitum okkur að nýju liði.“

,,Það endar með því að við skrifum undir um mitt sumar 1995.“

Arnar gerði eitthvað sem verður aldrei endurtekið eftir að hafa komið aftur heim til ÍA en hann gerði þá 15 mörk í aðeins 7 deildarleikjum.

Ekki löngu seinna var hann svo farinn til Sochaux í Frakklandi áður en hann sneri aftur heim í stutta stund.

,,Á skrýtin hátt þá var þetta svo sjálfsagt á þessum tíma. Þú varst að koma heim úr atvinnumennsku og áttir að vera maðurinn.“

,,15 mörk er auðvitað fáránleg tala, liðið var mjög gott þarna og var nánast að vinna deildina þegar við komum inn í þetta.“

,,Það erfiðasta í þessum leik er að skora mörk en ég verð alltaf stoltari og stoltari eftir því sem árin líða. Það verður aldrei hægt að gera þetta aftur.“

,,KR var mjög sterkt á þessum árum, þeir voru með flotta sentera á þessum tíma. Senterinn sem var á undan mér á Akranesi, þeir voru flottir líka og ekki voru þeir að gera 15 mörk í 7 leikjum.“

,,Það eru margir sem segja mér að ég hafi verið að koma inn í frábært lið og spyrja hvort það hafi ekki verið allt í lagi að skora þessi 15 mörk. Ég segi bara nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara
433Sport
Í gær

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ
433Sport
Í gær

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?