fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433Sport

Arnar partur af síðustu kynslóðinni sem þoldi Gaua Þórðar: ,,Þú ert fáviti og getur ekki neitt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Gunnlaugsson sem er einn af merkilegri knattspyrnumönnum sem Ísland hefur átt, hann var undrabarn. Arnar á tvíburabróðir, Bjarka Gunnlaugsson sem einnig náði í fremstu röð í fótboltanum.

Arnar lék undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar hjá ÍA á sínum tíma er hann var um tíma sigursælasti þjálfari landsins.

Það eru sumar kynslóðir sem þekkja Guðjón ekki eins og aðrir en undanfarin ár hefur hann haft hægt um sig í þjálfarabransanum.

Guðjón þjálfaði BÍ/Bolungarvík frá 2010 til 2011 og svo Grindavík frá 2011 til 2012. Hann tók svo við NSÍ Runavík í Færeyjum nýlega eftir margra ára pásu.

Arnar talar mjög vel um Guðjón og segir að það hafi verið mjög sérstakt að vinna undir hans stjórn.

,,Það er kynslóð sem man ekkert eftir honum, kynslóð sem man eftir honum sem þjálfara sem náði ekki góðum árangri,“ sagði Arnar.

,,Við erum að tala um fjóra til fimm Íslandsmeistaratitla og annað eins í bikarmeistaratitlum og frábær árangur í Evrópukeppnum og með landsliðið.“

Arnar segir að það hafi verið frábært að vinna undir hans stjórn en hann er partur af kynslóð sem þurfti að þola mikið á æfingasvæðinu.

,,Það var geðveikt að spila fyrir hann. Ég held að okkar kynslóð hafi verið síðasta kynslóð sem þoldi að hafa svona karakter sem þjálfara.“

,,No Mercy, stoppa æfingar og láta hrauna yfir sig, það var svo eðlilegt. Það þurfti sterk bein til að þola þetta.“

,,Krakkar í dag og leikmenn þeir hafa sterk bein en bara öðruvísi, þeir eru öðruvísi aldir upp. Þetta er öðruvísi kynslóð.“

,,Það er þessi andi í samfélaginu, okkar kynslóð var kannski sú síðasta sem þoldi þessi læti og öskur. Þú ert fáviti og þú getur ekki neitt, sparkað í brúsa og alls konar svona theatre dæmi sem maður tók sem sjálfsögðum hlut á þessum tíma og það hjálpaði okkur að þróast sem leikmenn og manneskjur.“

Guðjón er af ‘gamla skólanum’ eins og má orða það og vonar Arnar að hann hafi náð að komast í takt við leikinn fyrir starfið í Færeyjum.

,,Ef þú þróast ekki með leiknum þá verðuru fljótt risaeðla í þessum leik. Það hefur kannski hamlað Guðjóni eftir öll þessi gullaldarár, að þróast ekki með leiknum.“

,,Nú fær hann tækifæri aftur og vonandi hefur hann nýtt tímann í að læra og sjá hvar trendið í leiknum er núna og hvað er að gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum