fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433Sport

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Gunnlaugsson sem er einn af merkilegri knattspyrnumönnum sem Ísland hefur átt, hann var undrabarn. Arnar á tvíburabróðir, Bjarka Gunnlaugsson sem einnig náði í fremstu röð í fótboltanum.

Arnar upplifði erfiða tíma á ferlinum eins og flestir knattspyrnumenn en hann meiddist til að mynda illa hjá Sochaux í Frakklandi.

Hann fór á endanum heim til Íslands í annað sinn og spilaði tvo leiki með uppeldisfélagi sínu ÍA.

Honum var svo fljótlega boðið að semja við lið Bolton á Englandi en var sjálfur hræddur við þá áskorun og vildi ekki fara.

Það var pabbi Arnars sem í raun rak hann út til Bolton þar sem hann spilaði frá 1997 til 1999.

,,Ég lét rifta samningi mínum eftir eitt og hálft ár. Ég var með þriggja og hálfs árs samning og lét rifta honum,“ sagði Arnar.

,,Ég kem til Íslands og spila einhverja tvo leiki. Ég var bugaður á líkama og sál og var bara: ‘Fokk!’

,,Það voru nokkrir læknar sem sögðu að ferillinn væri búinn og eitthvað kjaftæði. Ég kem heim til Íslands og fannst ég ekki vera í neinu sérstöku standi.“

,,Fyrsti leikurinn var gegn KR og við töpuðum 4 eða 5-0 og maður hugsaði bara hvað væri í gangi.“

,,Svo hringir held ég, Kenny Moyes, bróðir David Moyes sem var umboðsmaður. Hann hringir fyrir hönd Colin Todd hjá Bolton.“

,,Hann býður mér á æfingar í tvær vikur. Ég ætlaði ekki að fara, ég þorði ekki að fara.“

,,Það var þá sem pabbi rak mig: ‘Hættu nú þessu væli og drullaðu þér út!’ Mér fannst ég vera í svo lélegu standi, Bolton var nýkomið í ensku úrvalsdeildina og ég hugsaði að ég hefði ekkert þarna að gera.“

,,Ég kem á fyrstu æfinguna og sem betur fer voru Bretarnir ekki mjög professional á þeim tíma, þeir eyddu sumarfríinu á barnum og voru drekkandi og mættu ekki alveg in shape!

,,Miðað við þá þá var ég í þokkalegu standi og knattspyrnuhæfileika séð var ég í góðum málum og Colin Todd bauð mér samning eftir 2-3 æfingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG íhugar að kæra Evra: Þið eruð hommar og aumingjar

PSG íhugar að kæra Evra: Þið eruð hommar og aumingjar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Í gær

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum
433Sport
Í gær

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu