Paul Pogba miðjumaður Manchester United er byrjaður í herferð, til að reyna að koma í veg fyrir rasisma í enskum fótbolta. Kynþáttafordómar hafa verið áberandi í enskum fótbolta síðustu vikur.
Fordómar gagnvart leikmönnum sem eru dökkir að hörund hafa ekki verið meiri í mörg ár, skærasta stjarna United ætlar að reyna að breyta því.
Pogba hefur farið af stað í herferð og hófst hún fyrir leik liðsins gegn Newcastle í kvöld, þar sem liðið vann góðan sigur.
Pogba hefur látið útbúa armbönd sem eru svört og hvít, þar stendur ‘No To Racism. We Are All One’. ,,Nei við rasisma, við eru öll eitt,“ segir á armbandinu. Allir leikmenn United hituðu upp með svona armband fyrir leik
Hér að neðan má sjá Pogba gefa ungum stuðningsmönnum svona fyrir leikinn.