Kona að nafni Amaani Noor hefur verið dæmd í 18 mánaða fangelsi en hún mætti fyrir rétt í Liverpool í dag.
Noor er 21 árs gömul og er frá Liverpool en hún er fyrrum kærasta sóknarmannsins Sheyi Ojo.
Ojo er á mála hjá knattspyrnufélaginu Liverpool en hann og Noor voru saman í nokkur ár.
Það samband er þó á enda og kynntist Noor nýjum manni á netinu – sá maður býr í Sýrlandi og er þar í hernum.
Nýlega bað hann Noor um að senda sér smá pening sem er nákvæmlega það sem hún gerði. Noor sendi 45 dollara til mannsins sem hún ætlaði að giftast.
,,Hakim, elskan mín. Það hefur verið minn draumur að giftast stríðsmanni í langan tíma og líka minn draumur að gerast einn,“ skrifaði Noor í bréfi til mannsins.
Hún hefur nú verið dæmd fyrir að styðja hryðjuverk með þessari peningagreiðslu.
Noor sagði frá því fyrir framan dómara að hún taldi sig hafa verið að styðja fátækar konur og börn og væri að borga fyrir þau mat.
Dómarinn keypti það þó ekki og verður Noor á bakvið lás og slá næstu 18 mánuðina.