fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Krefjast þess að hann verði rekinn: Notaði niðurlægjandi slangur – „Ruslarótarar“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trevor Sinclair, sérfræðingur BBC hefur gert allt vitlaust í Liverpool eftir að hann gerði grín að fátækt í borginni. Hann talaði um ´Bin dippers´sem er slangur sem var notað um fólk frá Liverpool, það byrjaði í kringum 1980 þegar mikil fátækt var í borginni og sérstaklega í kringum stjórnartíð Margaret Thatcher.

Að nota ´Bin dippers´ er niðurlægjandi og það hefði Sinclair sem lék áður með Manchester City, mátt vita. ,,Ruslarótarar, við erum að koma,“ skrifaði Sinclair á Twitter og átti þar við sigur City á Burnley í gær, liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Liverpool.

Talað var um að fólk frá Liverpool hafi þurft að róta í ruslinu til að finna sér mat þegar fátæktin var sem mest í borginni, margir krefjast þess að Sinclair verði sagt upp störfu hjá BBC og Talksport eftir að hafa notað þetta orð.

Hann hefur beðist afsökunar en stuðningsmenn Liverpool vilja að hann missi vinnuna. ,,Ég biðst afsökunar ef fólk móðgaðist í gær ég er alinn upp af verkafólki og skil hvernig fólk tók þessu,“ sagði Sinclair.

,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn, sérstaklega ekki út frá því hvar fólk er í þjóðfélaginu.“

Liverpool mætir Everton í kvöld og getur þá aftur náð ellefu stiga forsoti á City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
433Sport
Í gær

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Í gær

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal