fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Grófar slúðursögur um Söru Björk: Sögð eiga í ástarsambandi við landsliðsþjálfarann – „Þetta var mikið áfall“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 23. nóvember 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands í fótbolta er í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segir hún frá ljótum sögum sem hún mátti sitja undir þegar stjarna hennar sem knattspyrnukona var að rísa.

Sara var sögð eiga í ástarsambandi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þá landsliðsþjálfara. Ekkert var til í þeim sögum og Sara átti erfitt með að tækla málið

„Sögu­sagnirnar voru á þá leið að við stæðum í fram­hjá­haldi. Þetta var mikið á­fall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sér­lega rætin kjafta­saga og at­laga að mann­orði okkar. Slúður­sögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í lands­liðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð ó­örugg og kvíðin. For­eldrar mínir studdu vel við mig,“ segir Sara Björk við Fréttablaðið.

Sara segir að málið hafi tekið á, hún hafi fengið boð um að halda fund með leikmönnum en vildi það ekki.

,,Sögu­sagnirnar voru á þá leið að við stæðum í fram­hjá­haldi. Þetta var mikið á­fall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ó­gur­lega, sér­stak­lega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfir­stíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mann­orði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“

Sögurnar urðu til þess að Sara ákvað að nýta orkuna og reiðina inni á knattspyrnuvellinum.

„Mér tókst að breyta reiði í orku á fót­bolta­vellinum og at­vikið gerði mig líka að betri liðs­fé­laga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í ill­indum eða að grafa undan liðs­fé­lögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leik­mannanna hafi hringt í hana og beðið hana af­sökunar.

„Ég á­kvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merki­legt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auð­veld­lega getað eyði­lagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnis­skapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“

Viðtalið við Fréttablaðið er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton