fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sky: Tottenham íhugar að ráða Mourinho – Ákveðið á næstu klukkutímum

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virti blaðamaðurinn Fabrizio Romano setti fram sprengju í kvöld eftir brottrekstur Mauricio Pochettino.

Það er búið að reka Pochettino úr starfi en hann hafði undanfarin fimm ár stýrt liði Tottenham.

Liðið komst í úrslit Meistaradeildarinnar í sumar en gengið á þessari leiktíð hefur verið ömurlegt.

Romano starfar fyrir Sky Sports og segir hann að Tottenham íhugi að ráða Jose Mourinho.

Einnig greinir hann frá því að Mourinho sé opinn fyrir því að ræða við félagið og verður ákvörðun tekin á næstu klukkutímum.

Mourinho þekkir það vel að vinna á Englandi eftir að hafa þjálfað Chelsea og Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer