Dedrick Boyata, leikmaður Belgíu, spilaði allan leikinn í gær er liðið vann öruggan 4-1 sigur á Rússlandi.
Boyata er varnarmaður en hann spilaði ekki í sinni eigin treyju í gær og var það óviljaverk.
Varnarmaðurinn klæddist treyju númer 23 með nafni framherjans Michy Batshuayi aftan á.
Batshuayi byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inná sem varamaður í síðari hálfleik.
Boyata klæddi sig óvart í vitlausa treyju fyrir leik og var því ekki breytt af einhverjum ástæðum.
Þetta má sjá hér en á stuttbuxunum er númer Boyata 4.