Föstudagur 13.desember 2019
433Sport

Viðar hefur jafnað sig af veikindum: Alfreð fer til Þýskalands

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins hefur jafnað sig af veikindum sem hafa hrjáð hann. Sökum þess var Viðar ekki leikfær gegn Tyrklandi í undankeppni EM, í gær.

Viðar var veikur og ferðaðist ekki beint með liðinu til Istanbúl, hann fer með liðinu til Moldóvu. Þar leikur liðið á sunnudag. Liðið er á leið í flug.

Leikurinn gæti verið tækifæri fyrir Viðar og fleiri varamenn til að sanna sig, leikurinn skiptir litlu máli enda ljóst að Ísland fer í umspil.

Alfreð Finnbogason meiddist alvarlega í gær, hann fór úr axlarlið og heldur beint til Þýskalands í dag. Þetta fékk 433.is staðfest frá KSÍ. Hjá Augsburg munu læknar félagsins skoða stöðuna á framherjanum.

Alfreð fór úr axlarlið snemma í leiknum í gær, þetta er í annað sinn á ferlinum sem framherjinn fer úr axlarlið. Möguleiki er á að Alfreð þurfi að fara í aðgerð en það kemur í ljós á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán Birgir minnist pabba síns: Safnar fyrir móður sína – „Kletturinn sem lét endana mætast er skyndilega horfinn“

Stefán Birgir minnist pabba síns: Safnar fyrir móður sína – „Kletturinn sem lét endana mætast er skyndilega horfinn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfestir viðræður við Liverpool – Kostar aðeins sjö milljónir

Staðfestir viðræður við Liverpool – Kostar aðeins sjö milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir viðræður við Liverpool: „Heiður að þessi félög vilji leikmennina okkar“

Staðfestir viðræður við Liverpool: „Heiður að þessi félög vilji leikmennina okkar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool leiðir kapphlaupið um Jadon Sancho

Liverpool leiðir kapphlaupið um Jadon Sancho
433Sport
Í gær

Rashford kemur ansi vel út í samanburði við Ronaldo

Rashford kemur ansi vel út í samanburði við Ronaldo
433Sport
Í gær

Fullyrða að Atli Viðar eigi inni nokkrar milljónir hjá FH: Ætlaði í mál við þá en hætti við

Fullyrða að Atli Viðar eigi inni nokkrar milljónir hjá FH: Ætlaði í mál við þá en hætti við
433Sport
Í gær

Segir frá því þegar hann var gómaður við að stunda kynlíf í bílnum sínum: „Ég náði ekki að klára“

Segir frá því þegar hann var gómaður við að stunda kynlíf í bílnum sínum: „Ég náði ekki að klára“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool slátraði kaffihúsi með því að keyra þar inn: Flúði af vettvangi

Fyrrum leikmaður Liverpool slátraði kaffihúsi með því að keyra þar inn: Flúði af vettvangi