fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
433Sport

Viðar hefur jafnað sig af veikindum: Alfreð fer til Þýskalands

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 11:33

Alfreð fer aftur á flug með Augsburg í maí

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins hefur jafnað sig af veikindum sem hafa hrjáð hann. Sökum þess var Viðar ekki leikfær gegn Tyrklandi í undankeppni EM, í gær.

Viðar var veikur og ferðaðist ekki beint með liðinu til Istanbúl, hann fer með liðinu til Moldóvu. Þar leikur liðið á sunnudag. Liðið er á leið í flug.

Leikurinn gæti verið tækifæri fyrir Viðar og fleiri varamenn til að sanna sig, leikurinn skiptir litlu máli enda ljóst að Ísland fer í umspil.

Alfreð Finnbogason meiddist alvarlega í gær, hann fór úr axlarlið og heldur beint til Þýskalands í dag. Þetta fékk 433.is staðfest frá KSÍ. Hjá Augsburg munu læknar félagsins skoða stöðuna á framherjanum.

Alfreð fór úr axlarlið snemma í leiknum í gær, þetta er í annað sinn á ferlinum sem framherjinn fer úr axlarlið. Möguleiki er á að Alfreð þurfi að fara í aðgerð en það kemur í ljós á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“
433Sport
Í gær

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Í gær

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Í gær

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun