fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Söyüncü: „Ég þarf að halda áfram að bæta mig“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 12:30

Caglar Soyuncu er lykilmaður í liði Tyrkja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Çağlar Söyüncü, miðvörðurinn öflugi í liði Tyrkja, hefur heldur betur slegið í gegn með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Söyüncü er ekki vanur því að sjá leikmenn andstæðingsins skora enda hafa Tyrkir aðeins fengið á sig þrjú mörk í undankeppni EM og Leicester er það lið í ensku úrvalsdeildinni sem fengið hefur á sig fæst mörk, eða átta talsins í 12 leikjum. Er það meðal annars frábærum varnarleik Söyüncü að þakka.

Þessi 23 ára leikmaður fór rólega af stað með Leicester eftir komuna frá Freiburg í Þýskalandi sumarið 2018. Harry Maguire var enda fastamaður í liði Leicester en eftir að hann var seldur til Manchester United fyrir metfé í sumar fékk Söyüncü tækifærið.

Á blaðamannafundi Tyrkja í gærkvöldi fyrir leikinn gegn Íslandi sagði Söyüncü að Tyrkir ætluðu sér að tryggja sætið á EM í kvöld.

„Það verður frábær stemning á vellinum og við erum tilbúnir. Allt frá fyrsta degi hefur stjórinn (Senol Gunes) sagt að EM 2020 væri markmiðið. Nú er eitt skref eftir og við viljum ná góðum úrslitum. Það skiptir máli fyrir okkur að ná efsta sætinu,“ sagði Söyüncü en Tyrkir og Frakkar eru með jafn mörg stig í efstu tveimur sætum riðilsins. Tyrkir eru þó ofar vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Svo lengi sem þeir vinna síðustu tvo leiki sína, gegn Íslandi og svo Andorra, vinna þeir riðilinn.

Á blaðamannafundinum var Söyüncü spurður út í velgengnina með Leicester í vetur. „Allt frá því ég kom til Leicester hefur markmið mitt verið að bæta mig, hvort sem ég spila eða ekki. Ég beið eftir mínu tækifæri og lagði hart að mér. Ég þarf að halda áfram að bæta mig. Leicester gengur vel um þessar mundir, ég spila í góðri deild með góðum leikmönnum og góðum liðum,“ sagði hann.

Söyüncü var svo spurður út í góðan árangur Tyrkja í undankeppni EM og hver lykillinn að góðum árangri væri. „Andinn í hópnum er góður og við vinnum vel sem lið. Við verjumst vel saman og sækjum vel saman. Góður árangur í vörninni er ekki bara öftustu fjórum að þakka. Við verjumst vel sem lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði