fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
433Sport

Fyrsti leikur Tyrkja í Istanbúl í fimm ár – Svona hefur þeim gengið í gryfjunni

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Tyrkir spila gegn Íslendingum á hinum magnaða leikvangi Turk Telekom Stadium á morgun. Þessi völlur er algjört vígi, tekur rúmlega 52 þúsund áhorfendur og er heimavöllur stórliðsins Galatasaray.

Tyrkir hafa ekki spilað marga leiki á þessum magnaða velli á undanförnum árum og raunar verða liðnir 1.825 dagar frá síðasta leik Tyrkja á vellinum þegar flautað verður til leiks gegn Íslandi, eða rétt um fimm ár.

Tyrkir spiluðu síðast á vellinum gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016. Sá leikur fór fram í nóvember 2014 og endaði hann með 3-1 sigri Tyrkja. Alls hafa Tyrkir spilað sjö leiki á vellinum frá árinu 2011. Fjórir leikir hafa unnist, tveir tapast og einn endað með jafntefli.

Fyrsti leikurinn var vináttuleikur gegn Eistlandi sem vannst 3-0. Því næst vannst sigur gegn Kasökum í undankeppni EM 2012, 2-1. Svo tapaðist leikur gegn Þjóðverjum, 3-1, í sömu keppni áður en 1-0 sigur vannst á Aserum. Tyrkir töpuðu svo 3-1 gegn Króatíu. Allir þessir leikir fóru fram árið 2011. Næst spiluðu Tyrkir vináttuleik við Dani árið 2012 sem endaði 1-1. Síðasti leikurinn var svo fyrrnefndur leikur gegn Kasökum árið 2014 sem vannst 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“
433Sport
Í gær

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði
433Sport
Fyrir 4 dögum

Knattspyrnumaður reyndi að kyssa stelpu – „Þetta er ekki að fara á Instagram“

Knattspyrnumaður reyndi að kyssa stelpu – „Þetta er ekki að fara á Instagram“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“