fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Raheem Sterling spilar ekki með landsliðinu eftir slagsmál: ,,Allur hópurinn tók ákvörðunina“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, verður ekki með enska landsliðinu í undankeppni EM á fimmtudag.

Þetta var staðfest í gær en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, gaf frá sér stutt skilaboð.

Þessar fregnir voru staðfestar stuttu eftir að greint var frá heiftarlegu rifrildi Sterling við Joe Gomez á æfingu enska liðsins.

Þeir slógust á æfingu enska liðsins í gær og hefur ákvörðun verið tekin um að Sterling taki ekki þátt.

,,Við höfum tekið þá ákvörðun að velja Raheem Sterling ekki í leikinn gegn Svartfjallalandi á fimmtudag,“ sagði Southgate.

,,Okkar helsti styrkleiki hefur verið að geta skilið ríg félagsliða eftir í landsliðsverkefnum en tilfinningarnar voru enn miklar eftir leikinn í gær.“

,,Ég tel að þetta sé það rétta fyrir landsliðið. Við tókum ákvörðunina með öllum hópnum og nú er mikilvægt að styðja leikmennina og einbeita okkur að fimmtudeginum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?