fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Hjörvar segir Hamren tala lélega ensku: Ekki fartölvu þjálfari – „Þetta er fótbolti, ekki enskunámskeið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. október 2019 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram lífleg umræða að venju þegar Dr. Football settist niður í dag. Rætt var um íslenska landsliðið og Erik Hamren, þjálfara liðsins. Sá sænski er sagður tala litla ensku, leikmenn eru þó ekki sagðir pirra á sig lélegum PowerPoint sýningum, sem Dr. Football segir að Hamren haldi úti.

Í síðasta þætti var rætt að Hamren gæti hætt um áramótin, svo verður ekki. Hamren stýrir íslenska liðinu fram á næsta ár, sama hvort það verði í umspili eða lokamóti EM. ,,Þessar sögur væru ekki í gangi ef allir væru himinlifandi með landsliðsþjálfarann,“ sagði Hjövar Hafliðason, foringi þáttarins.

Hann kveðst þó vera stuðningsmaður Hamren. ,,Ég er þekktur sem stuðningsmaður Erik Hamren. Málið er að leikmenn eru ekkert svo ósáttir með hann, þeim er drullu sama þó hann sé með vonlaus PowerPoint show fyrir leiki, hann er ekki fartölvu þjálfari. Vandamálið með Hamren, er að hann talar enga ensku. Hann varla getur tjáð, hann nær ekki til hópsins á ensku,“ sagði Hjörvar en Hamren hefur oftar en ekki rætt við fjölmiðla á ensku, hún hefur verið með miklum ágætum.

Mikael Nikulásson, stóð með Hamren í þessari umræðu. ,,Leikmenn eru ánægðir með hann, þetta er fótbolti, ekki enskunámskeið.“

Rætt var um að Hamren þyrfti stundum að tjá sig við leikmenn í gegn Freyr Alexandersson, aðstoðarmann. ,,Ímyndaðu þér að vera með málhaltan þjálfara sem nær ekki að tala ensku, talar í gegnum annan aðila.“

Mikael svaraði Hjörvari, sagði það alltaf verða þannig að varamenn gagnrýni störf þjálfarans. ,,Ég held að þú sért kominn langt út fyrir það, sem þetta snýst um. Þetta skiptir máli ef þú ert með manninum í 11 mánuði á ári. Þeir sem eru að spila eru sáttir og þeir sem eru ekki að spila eru ósáttir, það er alltaf þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni