Mánudagur 18.nóvember 2019
433Sport

Hjörvar sendir Arnari væna pillu eftir svarið: ,,Ætlar hann að fara að eltast við alla sem segja eitthvað?“

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. október 2019 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, svaraði fyrir sig á dögunum eftir gagnrýni sem hann fékk eftir 5-0 tap gegn Svíum.

Arnar ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur á Írum en eftir tapið gegn Svíum þá fékk hann gagnrýni frá umboðsmanninum Guðlaugi Tómassyni.

Arnar sagðist hafa mun meira vit í þjálfunarfræðum en ‘einhver umboðsmaður’.

Sérfræðingarnir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sendu Arnari væna pillu í þætti dagsins.

Þeir Hjörvar Hafliðason, Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson fara þar yfir knattspyrnu bæði hér heima og erlendis.

,,Það var eitt sem kom mér mjög á óvart eftir leik að Arnar Viðarsson sem hefur komið ferskur inn í íslenskan fótbolta fór að kvarta yfir að Guðlaugi Tómassyni,“ segir Hjörvar í þættinum.

,,Hann var bara að segja sína skoðun eftir 5-0 tap á móti Svíum og í staðinn fyrir að gera eins og Dr. Football gerir að vaða í boltann þá fer hann beint í manninn: ‘ég veit meira en þessi umboðsmaður.’

,,Við töpuðum 5-0 gegn Svíum, auðvitað má segja eitthvað. Ætlar hann að fara að eltast við alla sem segja eitthvað? Það þögðu allir yfir þessu tapi.“

Kristján Óli var á sama máli og Hjörvar og segir að hann megi ekki við því að svara öllum þeim sem henda í gagnrýni.

,,Ég ætla að vona að hann svari höfðingjanum næst, Arnar Þór, drullaðu þér í gang. Maður svarar ekki svona bulli. Við hugsum um okkur sjálfa og áfram gakk.“

Þáttinn má heyra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Plús og mínus: Skammarlegt hvernig Dagur B og ríkisstjórnin hafa dregið lappirnar

Plús og mínus: Skammarlegt hvernig Dagur B og ríkisstjórnin hafa dregið lappirnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir úr sigri Íslands í Moldóvu: Birkir Bjarnason bestur

Einkunnir úr sigri Íslands í Moldóvu: Birkir Bjarnason bestur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í Moldóvu: Bætir Kolbeinn markamet Eiðs Smára?

Byrjunarlið Íslands í Moldóvu: Bætir Kolbeinn markamet Eiðs Smára?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

8.500 miðar fráteknir fyrir leik Íslands og Moldóvu

8.500 miðar fráteknir fyrir leik Íslands og Moldóvu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er brjálaður því þeir skulda honum traktora: ,,Ég treysti þeim ekki lengur“

Er brjálaður því þeir skulda honum traktora: ,,Ég treysti þeim ekki lengur“
433Sport
Í gær

Arnar Sveinn rifjar upp daginn: Var 11 ára þegar hann fékk fréttirnar að móðir hans væri á leið í sumarlandið

Arnar Sveinn rifjar upp daginn: Var 11 ára þegar hann fékk fréttirnar að móðir hans væri á leið í sumarlandið
433Sport
Í gær

Benzema lemur í borðið: Vill losna við Frakkland – ,,Leyfið mér að spila fyrir annað land“

Benzema lemur í borðið: Vill losna við Frakkland – ,,Leyfið mér að spila fyrir annað land“
433Sport
Í gær

Allt varð vitlaust á Ítalíu: Eiður Smári rekinn burt

Allt varð vitlaust á Ítalíu: Eiður Smári rekinn burt