Föstudagur 22.nóvember 2019
433Sport

Heppinn að vera á lífi eftir bátsferð með konunni: ,,Blóð í bátnum og hræðsla um borð“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Crouch, fyrrum landsliðsmaður Englands, er heppinn að vera á lífi eftir atvik sem kom upp árið 2009.

Crouch var þá í rómantísku fríi ásamt eiginkonu sinni Abbey Clancey en hún er einnig þekkt fyrirsæta.

Crouch segir frá því í nýrri bók að þau hafi næstum látið lífið er þau skelltu sér út á sjó í eitt skipti.

,,Ég hafði reddað litlum mótorbát fyrir okkur tvö og við settum akkerið niður hjá Porto Cervo til að fá smá sól,“ sagði Crouch.

,,Við opnuðum kampavínið og vorum bara í sólbaði þarna áður en við tókum eftir því að veðrið hafði allt í einu versnað verulega.“

,,Ég reyndi að draga akkerið upp en gat ekki haggað því og svo þegar ég setti í bakkgír þá gerðist ekkert. Við urðum mjög hrædd.“

,,Vindurinn sneri okkur í hringi og við vorum nálægt því að klessa beint á klettana fyrir framan okkur.“

,,Bráðlega þá voru fleiri holur í fingrunum mínum en í reipinu. Það var blóð í bátnum og hræðsla um borð.“

,,Ég veit ekki hvort við hefðum látið lífið ef við hefðum klesst á klettana en það hefði ekki gert mikið fyrir útlitið.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pochettino fékk ekki að kveðja: Þetta skrifaði hann á miða sem hann setti í klefann

Pochettino fékk ekki að kveðja: Þetta skrifaði hann á miða sem hann setti í klefann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur neitar að tjá sig um hvort FH skuldi sér pening: Vandræði félagsins auðvelduðu ákvörðun hans að hætta

Pétur neitar að tjá sig um hvort FH skuldi sér pening: Vandræði félagsins auðvelduðu ákvörðun hans að hætta
433Sport
Í gær

Hazard: Auðvitað getur Chelsea unnið

Hazard: Auðvitað getur Chelsea unnið
433Sport
Í gær

Er í sjokki eftir brottrekstur Pochettino: ,,Var frábært að vinna fyrir hann“

Er í sjokki eftir brottrekstur Pochettino: ,,Var frábært að vinna fyrir hann“