Föstudagur 22.nóvember 2019
433Sport

Sápuópera Rooney og Vardy heldur áfram: Eiginmaðurinn hendir Wayne út af öllum samfélagsmiðlum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2019 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sápuóperan á milli Rooney fjölskyldunnar og Rooney fjölskyldunnar virðist engan endi ætla að taka.

Enska götublaðið The Sun hefur síðustu ár flutt mikið af fréttum af Coleen Rooney og eiginmanni hennar, Wayne Rooney. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram.

Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið.

Coleen greindi svo frá því á dögunum að það væri aðeins aðgangur Rebakah Vardy á Instagram sem kæmi til greina. Vardy var fljót til svara og sagði marga hafa aðgang að Instagram aðgangi sínum, fáir kaupa þá afsökun hennar.

Vardy er nú mætt aftur til Englands en hún hefur undanfarið verið í fríi ásamt eiginmanni sínum í Dubai.

Jamie Vardy og Wayne Rooney voru liðsfélagar í enska landsliðinu, þeir voru miklir vinir. Það vinasamband er nú á enda.

Daily Mirror segir að Jamie Vardy hafi ákveðið að henda Rooney út af bæði Twitter og Instagram síðu sinni, hann reynir að styðja eiginkonu sína með þessu. Ljóst er að stríðið heldur áfram enda ætlar Vardy fjölskyldan að láta lögfræðinga skoða málið og íhuga að fara í mál við Coleen.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pochettino fékk ekki að kveðja: Þetta skrifaði hann á miða sem hann setti í klefann

Pochettino fékk ekki að kveðja: Þetta skrifaði hann á miða sem hann setti í klefann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pétur neitar að tjá sig um hvort FH skuldi sér pening: Vandræði félagsins auðvelduðu ákvörðun hans að hætta

Pétur neitar að tjá sig um hvort FH skuldi sér pening: Vandræði félagsins auðvelduðu ákvörðun hans að hætta
433Sport
Í gær

Hazard: Auðvitað getur Chelsea unnið

Hazard: Auðvitað getur Chelsea unnið
433Sport
Í gær

Er í sjokki eftir brottrekstur Pochettino: ,,Var frábært að vinna fyrir hann“

Er í sjokki eftir brottrekstur Pochettino: ,,Var frábært að vinna fyrir hann“