fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
433Sport

Gary Martin var gómaður við að stela af stórstjörnum: Pabbi hans hringdi öskrandi og Gary var rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. október 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

90 mínútur, hlaðvarpsþátturinn er í fullu fjöri þessa dagana. Gestur þáttarins að þessu sinni er Just a kid from Darlo sem vann gullskóinn. Það hefur fátt annað verið rætt í sumar í Pepsi Max-deildinni en um Gary Martin. Framherjinn sem Valur fékk en sparkaði út eftir nokkra leiki. Hann fór í ÍBV og vann gullskóinn.

Gary Martin hefur átt áhugaverðan feril, farið víða og ræðir það allt í 90 mínútum. Hann segir meðal annars sögu frá árinu 2004. Þá var þessi litríki karakter gómaður við að stela af stórstjörnum, hann lék þá með Darlington, liðinu í heimabæ sínum.

,,Þetta fór svo að verða meiri alvarleiki í kringum 14 ára aldurinn, þá byrjaði Darlington með unglingastarf eftir að hafa byggt nýtt svæði. Við fórum í mót sem við unnum og vegna þess fengum við æfingaleik gegn Newcastle, sem fram fór á æfingasvæði þeirra. Frábær staður, við vorum vanir að fara á staði eins og Grimsby. Að spila gegn Newcastle, var stórt fyrir okkur,“ sagði Gary þegar hann rifjaði málið upp.

Gary og vinir hans í Darlington voru að skoða æfingasvæðið hjá stórliðinu þegar þeir komu að opnu herbergi, það var fullt af skóm.

,,Við vorum að skoða frábæra æfingasvæðið þeirra og komum að herbergi sem geymdi takkaskó, það var ákveðið að skoða það. Það var opið þar, ég hugsaði með mér að stela ölum þessum skóm Ég tók 4 eða 5 pör með mér, fór heim og seldi vinum mínum þá. Búa til smá pening.“

Gary hélt að hann hefði komist upp með það að stela skónum en svo var ekki.

,,Næsta dag hringir pabbi í mig, öskrar í símann og segir mér að ég hafi verið að stela skóm. Það sé til á myndbandi. Ég varð að gefa vinum mínum peninginn til baka og taka skóna, Darlington losaði sig við mig þá. Þá fór ég til Middlesbrough. Ég var rekinn fyrir að stela skóm.“

Um var að ræða skó sem enskir landsliðsmenn áttu, þar á meðal Kieron Dyer sem átti farsælan feirl.

,,Ég heyrði að þetta hefðu verið skórnir hans Kieron Dyer og einhver sagði Alan Shearer en ég var ekki með neina Umbro skó, svo það passar ekki. Ég var með par frá Kieron Dyer, ímyndaðu þér að mæta á æfingu og það eru ekki skór. Ég myndi ekki vilja það í Vestmannaeyjum, þú lifir og lærir. Þetta er góð saga, ég var bara krakki.“

Viðtalið við Gary er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

15 ára sonur Bjarna Guðjóns spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR í kvöld – Stórlið fylgjast með

15 ára sonur Bjarna Guðjóns spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR í kvöld – Stórlið fylgjast með
433Sport
Í gær

United þurfti að reiða fram tæpa 2 milljarða til að halda Ighalo

United þurfti að reiða fram tæpa 2 milljarða til að halda Ighalo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sancho sendi sterk skilaboð: „Réttlæti fyrir George Floyd“

Sancho sendi sterk skilaboð: „Réttlæti fyrir George Floyd“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stálu úrum fyrir tugi milljóna – Tóku allt sem verðmæti var í

Stálu úrum fyrir tugi milljóna – Tóku allt sem verðmæti var í
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byr í seglin eftir að ekkert smit kom upp í gær

Byr í seglin eftir að ekkert smit kom upp í gær
433Sport
Fyrir 3 dögum

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima
433Sport
Fyrir 3 dögum

Geir er grjótharður rekstrarmaður: „Enginn þvingaður í neitt upp á Skaga“

Geir er grjótharður rekstrarmaður: „Enginn þvingaður í neitt upp á Skaga“