fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Óli Stefán skrifar hjartnæman pistil um Hafliða sem tók eigið líf: „Náði að fela eigin innri baráttu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2019 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það getur verið erfitt að eignast vini, sanna vini. Ég á fullt af vinum og er heppinn að eiga þá að. Vinasamböndin eru af ýmsum toga. Allt frá því að vera „high five“ vinur og alveg í bestu vinina sem maður treystir fyrir öllu. Einn af þeim bestu hét Hafliði Ottósson,“ skrifar Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í Pepsi Max-deild karla í hjartnæmu pistli sem birtur er á vef Hringbrautar.

Óli Stefán ræðir þar um æskuvin sinn sem tók eigið líf, fyrir rúmum tuttugu árum síðar. Hafliði var harðduglegur sjóari á meðan fótboltinn hefur átt hug Óla frá blautu barnsbeini.

,,Við Hafliði kynntumst í gegnum sameiginlegan vin. Við náðum strax einkar vel saman, jafnvel þó að ég væri þremur árum eldri. Ég fann það strax að hann var traustur og einstaklega skemmtilegur drengur. Við félagarnir komum úr ólíkum áttum. Ég úr heimi íþrótta en hann var galvaskur sjóari.“

Á milli jóla og nýárs árið 1996 kom Hafliði í heimsókn til Óla og ræddi málin, engan grunaði að Hafliða liði illa.

,,28. desember 1996 kom Hafliði í heimsókn til mín um kvöldmatarleytið. Við áttum spjall sem ég gleymi aldrei. Á þessum tíma sem hann sat hjá mér og spjallaði man ég að ég hugsaði hvað ég væri heppinn að eiga hann sem vin. Þegar að nóg var komið að kjaftagangi, var komið að kveðjustund. Í anddyrinu tókum gott faðmlag og ég horfði á eftir honum ganga eftir stéttinni og setjast upp í Galantinn sinn. Í dag sé ég þetta móment í „slow motion“. Ég sé fyrir mér þegar að hann opnaði bílhurðina, leit á mig og brosti til mín sýnu fallega brosi, settist inn í bílinn og ók á brott. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Hafliða Ottósson.“

Óli Sefán vaknaði svo upp að morgni, daginn eftir en vinur hans kæri. Hafliði hafði þá tekið eigið líf

,,Á meðan hans hlutverk var að gefa af sér gleði og ánægju náði hann að fela eigin innri baráttu. Ég sá ekki það mikla stríð sem hann var í . Ég leita enn þá að merkjum sem hann gæti hafa verið að gefa frá sér í kall á hjálp. Sá innri djöfull sem hann barðist við hafði betur og Hafliði tók eigið líf árla morguns 29. desember 1996.

Óli Stefán skrifar í lokin á pistli sínum á Hringbraut mikilvæg skilaboð. ,,Hugsum vel um hvort annað því við vitum ekki nema okkar nánustu séu í myrkrinu og þurfi hjálparhönd til að rata inn í ljósið að nýju.“

Pistil Óla má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton