fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Jói Berg þurfti að heilsa Van Gaal á hverri æfingu: ,,Þú labbar ekkert framhjá þessum gæja“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár.

Hann hóf ferilinn hér heima með Breiðabliki og lék eitt tímabil í efstu deild áður en hann hélt út til AZ Alkmaar árið 2009 aðeins 19 ára gamall.

Jóhann æfði aðeins undir stjórn Louis van Gaal hjá AZ Alkmaar en þann mann kannast flestir við.

Van Gaal hefur átt ansi góðan feril og er með lið á borð við Manchester United og Barcelona á ferilskránni.

Jóhann segir að Van Gaal hafi svo sannarlega verið af gamla skólanum en talar annars vel um Hollendinginn.

,,Við æfðum svona degi fyrir leik þá æfði ég nokkrum sinnum með þeim, þá voru 11 gegn 11 og einhverjir þurftu að æfa með þeim. Ég var nokkrum sinnum með í því,“ sagði Jóhann.

,,Svo alltaf á sunnudögum þegar aðalliðið var í recovery, fyrstu 11. Þá vorum við að æfa með þeim og þá var hann á æfingasvæðinu og það var gaman að fá að prófa það.“

,,Magnaður þjálfari, alvöru gamli skólinn. Það er her agi í honum. Það var gaman að vera með svoleiðis gæja á æfingasvæðinu.“

,,Hann var alvöru gæi. Þegar þú mættir á æfingu þá þurftiru að heilsa honum með handabandi. Þú labbar ekkert framhjá þessum gæja.“

,,Hann vildi að hver einn og einasti leikmaður myndi heilsa honum með handabandi áður en æfingin byrjaði. Hann er grjótharður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton