fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
433Sport

Fyrrverandi kærasta Sala með sturlaða samsæriskenningu um hvarf flugvélarinnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Rannsakið fótboltamafíuna, ég trúi ekki að þetta sé slys,“ skrifar Berenice Schkair, fyrrum unnusta Emiliano Sala sem er týndur. Flugvél með hann um borð hvarf á sunnudag og hefur ekkert spurst til hennar. Hún eyddi þessari færslu sinni sem hún birti á Twitter en birti svo aðra færslu á Instagram.

Sala varð um helgina liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, félagið keypti hann frá Nantes í Frakklandi. Hjá Nantes er Kolbeinn Sigþórsson.

Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini. Sala var í vélinni ásamt flugmanni hennar. Cardiff hafði boðist að bóka flugvél fyrir Sala sem kaus að gera það sjálfur.

Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 á sunnudag, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af ratsjá sem þeir fylgjast með. Talið er að Sala og flugmaðurinn séu látnir.

Leit hefur staðið yfir síðan á sunnudag en bátar, þyrlur og flugvélar hafa komið að henni. Sala var ekki spenntur fyrir að stíga um borð í vélina sem honum fannst gömul og léleg. BBC segir að hann hafi sent á fjölskyldu sína að hann væri mjög hræddur að fljúga með umræddri vél.

Schkair og Sala voru par um tíma en slitnað hafði upp úr sambandinu, Schkair vinnur sem fyrirsæta hjá Victoria Secret.

,,Emil, hjarta mitt er brotið. Ég skil þetta ekki, ég er ónýt. Ég finn fyrir sársauka, ótta og reiði. Ég get ekkert gert, ég veit að þú sterkur, við bíðum eftir þér,“ skrifaði Schkair.

,,Ég vil vakna og átta mig á því að þetta er allt lygi, rannsakið þetta fyrir okkur. Ég trúi því ekki að þetta sé slys, ekki hætta leit af því að veðrið er slæmt.“

,,Þið eruð að tapa tíma með því að rannsaka ekki málið, ég sé eftir því að hafa ekki sagt þér að mér hafði aldrei liði eins vel og með þér, ég elska þig,“ skrifaði Schkair en þau voru trúlofuð þegar upp úr slitnaði á síðasta ári.

,,Hvernig getur svona komið fyrir mann sem er með fullt af verkefnum, leggur mikið á sig, persóna sem leggur allt í starf sitt.“

Meira:
Var hræddur við að stíga um borð í flugvélina sem hrapaði: ,,Hún virðist vera að hrynja í sundur“
Sjáðu myndirnar: Leita að Sala og flugvélinni úti á hafi
Hætt við æfingu Arons Einars og félaga: ,,Við liggjum á bæn og vonumst eftir jákvæðum fréttum“
Fitzgerald stýrir leitinni að liðsfélaga Arons: Telur nánast útilokað að hann sé á lífi
Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
Staðfesta að liðsfélagi Arons Einars hafi verið um borð í vélinni sem hvarf í gær
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn eitt áfallið hjá City: Einn miðvörður heill – Stones frá í nokkrar vikur

Enn eitt áfallið hjá City: Einn miðvörður heill – Stones frá í nokkrar vikur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru íslenskir fjölmiðlar allt of neikvæðir? Aron Einar svarar: „Berum virðingu fyrir öllu á Íslandi“

Eru íslenskir fjölmiðlar allt of neikvæðir? Aron Einar svarar: „Berum virðingu fyrir öllu á Íslandi“
433Sport
Í gær

Rooney kallar eftir því að leikmenn fái betur borgað

Rooney kallar eftir því að leikmenn fái betur borgað
433Sport
Í gær

Neymar borgar vinum sínum 1,3 milljónir á mánuði fyrir að hanga með sér

Neymar borgar vinum sínum 1,3 milljónir á mánuði fyrir að hanga með sér