fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Wenger fundaði með Alberti og Gumma Ben: Full umslög af peningum og hraunað yfir leikmenn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2019 21:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur 90 mínútna þessa vikuna er Albert Guðmundsson, sem er aðeins 22 ára gamall en hefur lengi verið í sviðsljósinu, hann hefur spilað fyrir þrjú félög í atvinnumennsku og er hluti af íslenska landsliðinu.

Hann hafnaði Arsenal sem ungur drengur og fór á reynslu til Liverpool. Hann leikur með AZ Alkmaar í Hollandi en á sér stóra drauma. ,,Ég sá aldrei neitt tilboð frá Liverpool. Tilboðið kom seinna og ég var búinn að ákveða að fara til Heerenveen,“ sagði Albert sem gekk í raðir Heerenveen í Hollandi árið 2013, þá 16 ára gamall.

Arsene Wenger, var stjóri Arsenal þegar félagið vildi reyna að semja við Albert. Hann fór í nokkur skipti á reynslu til félagsins og fundaði með Wenger. Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts var með á fundinum.

,,Ég mætti einu sinni á skrifstofu hjá Wenger. Það var ekkert til að sannfæra mig, bara til að bjóða mig velkominn. Hann tók mig og pabba upp á skrifstofu, tók í hendina á okkur og sagðist muna eftir langafa mínum,“ sagði Albert í þættinum.

Einn starfsmaður Wenger, var hins vegar harðhaus sem var í stuði þegar Albert var á svæðinu. ,,Ég man eftir Liam Brady sem var þá starfsmaður hjá Arsenal en hann var harður í horn að taka.“

,,Ég man eftir tveimur leikjum, í einum leik unnum við Chelsea þegar ég var á reynslu 3-0 og hann var svo ótrúlega sáttur með alla í liðinu og eftir leik þá mætti hann með svona 20 umslög full af peningum sem allir fengu. Við máttum fara að eyða því í eitthvað.“

Það var hins vegar ekki alltaf dans á rósum hjá Brady, hann las yfir Alberti og leikmönnum Arsenal.

,,Svo var annar leikur þar sem við gátum ekki neitt og hann hraunaði yfir okkur eftir leik. Hann kom bara inn í klefa til að hrauna yfir okkur.“

,,Svo daginn eftir tók hann mig inn á skrifstofu, ég var ekki einu sinni samningsbundinn og var hliðina á pabba mínum en hann tók mig samt inn á skrifstofu og hraunaði yfir mig.“

Viðtalið við Albert er hér að neðan, hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær
433Sport
Í gær

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum