Sunnudagur 23.febrúar 2020
433Sport

Gary Neville bálreiður eftir leik: Líkir þessu við svik – ,,Skammarlegt“

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, var brjálaður í kvöld eftir leik liðsins við Wolves.

Paul Pogba ákvað að taka vítaspyrnu United í stöðunni 1-1 þrátt fyrir að Marcus Rashford hafi skorað af punktinum í sigri á Chelsea um síðustu helgi.

Pogba klikkaði á spyrnunni og tókst ekki að tryggja United sigur. Neville er allt annað en sáttur með stöðuna.

,,Fyrir vítaspyrnuna þá var ég brjálaður. Fyrir nokkrum árum þá tók Kevin Mirallas [Everton] boltann af Leighton Baines og ég kallaði það ófagmannlegt,“ sagði Neville.

,,Þetta eru svik í knattspyrnunni, að taka boltann af liðsfélaga þínum. Hins vegar í síðasta leik gegn Chelsea þá labbaði Pogba að Rashford og þeir ræddu saman í dágóðan tíma.“

,,Ég er ekki viss hvort Pogba átti að taka síðustu spyrnu eða ef Rashford stal boltanum af honum.“

,,Þeir ræddu saman aftur í dag og mér líkar ekki við það. Af hverju þarf að ræða hver tekur spyrnuna? Það ætti aldrei að vera rifrildi.“

,,Pogba hefur klikkað á fjórum spyrnum á 12 mánuðum svo hann hefur fengið sitt tækifæri.“

,,Rashford skoraði í síðustu viku… Taktu vítið! Það var enginn leiðtogi þarna á vellinum, þeir gátu ekki tekið ákvörðun og það er skammarlegt.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lampard hundfúll með VAR: Hefði getað fótbrotið hann

Lampard hundfúll með VAR: Hefði getað fótbrotið hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lengjubikarinn: Fjölnir vann Val – Stjarnan tapaði heima

Lengjubikarinn: Fjölnir vann Val – Stjarnan tapaði heima
433Sport
Í gær

Lewandowski fékk símtal og var nálægt því að fara á Old Trafford: ,,Í fyrsta sinn sem ég íhugaði að fara“

Lewandowski fékk símtal og var nálægt því að fara á Old Trafford: ,,Í fyrsta sinn sem ég íhugaði að fara“
433Sport
Í gær

Staðfestir að Ole hafi reynt við Eriksen

Staðfestir að Ole hafi reynt við Eriksen
433Sport
Í gær

Er Luke Shaw loks að springa út á sínu sjötta tímabili?

Er Luke Shaw loks að springa út á sínu sjötta tímabili?
433Sport
Í gær

12 ára Íslendingur slær í gegn á Englandi

12 ára Íslendingur slær í gegn á Englandi