fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Þjálfarinn óánægður með grasið á Hlíðarenda: ,,Vont fyrir okkur að spila þarna“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stoycho Stoev, þjálfari Ludogorets, ræddi við blaðamann Morgunblaðsins í gær fyrir leik gegn Val í Evrópudeildinni.

Ludogorets er eitt besta lið Búlgaríu en liðið mætir á Origo-völlinn í kvöld í fyrri leik liðanna af tveimur.

Stoev hefur ekki séð mikið til Vals en sá liðið þó spila gegn Maribor í síðustu umferð Meistaradeildarinnar þar sem Valur tapaði nokkuð sannfærandi.

„Einu leik­irn­ir sem ég hef séð hjá Val voru á móti Mari­bor. Val­ur tapaði tvisvar en spilaði vel og spilaði á sín­um styrk­leik­um,“ sagði Stoev við Mbl.

,,Vals­ar­ar geta verið ánægðir með leik­ina, þrátt fyr­ir töp. Þeir reyndu að spila fót­bolta á móti sterk­um and­stæðingi. Þeir spila ekki sem ein­stak­ling­ar, held­ur sem lið. Það eru eng­ar stór­stjörn­ur í þessu liði.“

Stoev er þá ekkert svakalega hrifinn af því að spila á gervigrasi eins og er í boði á Hlíðarenda.

„Það er ekki gott fyr­ir okk­ur að spila á gervi­grasi. Bolt­inn hreyf­ist öðru­vísi og sömu­leiðis leik­menn. Hraðinn á bolt­an­um er allt öðru­vísi og það er vont fyr­ir okk­ur að spila á þess­um velli.“

„Við ber­um virðingu fyr­ir Val, en á morg­un eru mark­miðin skýr; við ætl­um að vinna og fara áfram í næstu um­ferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar