Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, er mjög hávaxinn og er þekktur fyrir styrk sinn og hraða sem leikmaður.
Van Dijk er 193 sentímetrar á hæð og er því stærri en langflestir sóknarmenn í Evrópu.
Van Dijk var hins vegar eins og smábarn við hlið körfuboltamannsins Tacko Fall en þeir hittust í gær.
Fall heimsótti lið Liverpool í Boston en enska félagið er í æfingaferð í Bandaríkjunum þessa stundina.
Fall spilar körfubolta með Boston Celtics en hann er 254 sentímetrar á hæð!
Fall hitti bæði Van Dijk og stjóra Liverpool, Jurgen Klopp en þeir eru báðir vel yfir meðalhæð.