Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur leitað til Roy Keane fyrir komandi tímabil.
Keane og Solskjær eru fyrrum samherjar hjá United en sá fyrrnefndi er umdeildur karakter og er ekki vinsæll hjá öllum.
Solskjær segir að þeir séu góðir vinir og telur að Keane geti gefið sér góð ráð fyrir tímabilið sem er að hefjast.
,,Ég er reglulega í sambandi við Roy og ég hef kíkt í tebolla heim til hans nokkrum sinnum,“ sagði Solskjær.
,,Ég hlusta alltaf á Roy og hans skoðanir. Ég met þær mikils. Ég veit að Roy hefur áður sagt að það séu margir sem þykjast vera vinir hans.“
,,Ég held að við séum ansi nánir samt. Við erum orðnir vinir. Hann var frábær leiðtogi og ég elskaði hann sem fyrirliða.“