fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 21:13

Mynd: Magni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magni kom öllum á óvart í Inkasso-deild karla í kvöld er liðið lék við Keflavík á útivelli.

Magni hefur lítið sýnt í sumar en vann aðeins sinn annan sigur í kvöld í Keflavík. Magna-menn unnu frábæran 3-0 útisigur. Liðið er enn á botninum en þó með jafn mörg stig og Njarðvík sem er í öruggu sæti.

Fjölnir er með tveggja stiga forskot á toppnum en liðið mætti Fram. Fjölnismenn föpgnuðu 3-1 sigri og eru með 26 stig á toppi deildarinnar.

Grótta er í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Fjölni en liðið vann afar sterkan 1-0 útisigur gegn Þrótti Reykjavík á sama tíma.

Rick ten Voorde stimplaði sig inn í Inkasso-deildina en hann gerði bæði mörk Þórs í 2-1 sigri á Njarðvík. Ten Voorde kom nýlega til Þórsara frá Víkingi Reykjavík á láni.

Hér má sjá öll úrslit og markaskorara kvöldsins.

Keflavík 0-3 Magni
0-1 Kristinn Þór Rósbergsson
0-2 Lars Óli Jessen
0-3 Áki Sölvason(víti)

Fjölnir 3-1 Fram
1-0 Guðmundur Karl Guðmundsson
2-0 Jóhann Árni Gunnarsson
2-1 Helgi Guðjónsson(víti)
3-1 Guðmundur Karl Guðmundsson

Þróttur R. 0-1 Grótta
0-1 Óliver Dagur Thorlacius(víti)

Þór 2-1 Njarðvík
1-0 Rick ten Voorde
1-1 Jóhannes Helgi Hannesson(sjálfsmark)
2-1 Rick ten Voorde

Víkingur Ó. 2-0 Haukar
1-0 Vidmar Miha
2-0 Sallieu Capay Tarawallie

Leiknir R. 3-2 Afturelding
1-0 Sólon Breki Leifsson
1-1 Alexander Aron Davorsson(víti)
2-1 Stefán Árni Geirsson
2-2 Andri Freyr Jónasson
3-2 Sævar Atli Magnússon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórt skref fyrir ÍTF

Stórt skref fyrir ÍTF