fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Sálfræðingur stuðaði landsliðið: Aron Einar var sáttur – „Ég veit ekki hvort ég megi segja þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. júní 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er komið aftur á flug og íslenska þjóðin fylgir með, strákarnir unnu góða heimasigra á Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM. Liðið á góðan möguleika á að komast á þriðja stórmótið í röð.

Íslenska landsliðið hafði verið í lægð síðast haust, en lærisveinar Erik Hamren eru að finna vopn sín. Sálfræðingur er nú með liðinu þegar það kemur saman, honum tókst að stuða leikmenn liðsins.

Sálfræðingurinn fór yfir þrjá stóra landsleiki liðsins, tvo magnaða leiki liðsins en líka 4-0 tap gegn Frakklandi í mars. Það stuðaði íslenska hópinn.

,,Við erum með sálfræðing, í landsliðinu núna. Hann var búinn að fara yfir þrjá leiki hjá okkur, ég veit ekki hvort ég megi segja þetta. Ég læt þetta flakka,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins við Milliveginn.

Sálfræðingurinn hafði farið vel yfir tvo stærstu leiki liðsins og þar kom í ljós ótrúlegur munur.

,,Hann var búinn að fara yfir leikinn við England á EM, Argentínu á HM og svo Frakkland núna í mars. Hann setti það bara niður, hvernig líkamstjáning og bendingar, búinn að telja allt.“

,,Það var svo mikill munur á þessu, England og Argentína 48 tjáskipti þar. Svo voru bara 8 í leiknum við Frakkland, þar töpum við 4-0 og vorum lélegir. Þar var farið að hugsa að tapa ekki of stórt, menn fóru inn í sig í stað þess að tjá sig og leiðbeina. Það var gott að sjá það svart á hvítu, að menn voru ekki samstíga.“

Aron Einar segir að þessi fundur hafi stuðað leikmenn liðsins, komið þeim á tærnar fyrir leikina tvo í Laugardalnum. ,,Það stuðaði okkur, góður fundur.“

Viðtalið við Aron er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“