fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Sálfræðingur stuðaði landsliðið: Aron Einar var sáttur – „Ég veit ekki hvort ég megi segja þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. júní 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er komið aftur á flug og íslenska þjóðin fylgir með, strákarnir unnu góða heimasigra á Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM. Liðið á góðan möguleika á að komast á þriðja stórmótið í röð.

Íslenska landsliðið hafði verið í lægð síðast haust, en lærisveinar Erik Hamren eru að finna vopn sín. Sálfræðingur er nú með liðinu þegar það kemur saman, honum tókst að stuða leikmenn liðsins.

Sálfræðingurinn fór yfir þrjá stóra landsleiki liðsins, tvo magnaða leiki liðsins en líka 4-0 tap gegn Frakklandi í mars. Það stuðaði íslenska hópinn.

,,Við erum með sálfræðing, í landsliðinu núna. Hann var búinn að fara yfir þrjá leiki hjá okkur, ég veit ekki hvort ég megi segja þetta. Ég læt þetta flakka,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins við Milliveginn.

Sálfræðingurinn hafði farið vel yfir tvo stærstu leiki liðsins og þar kom í ljós ótrúlegur munur.

,,Hann var búinn að fara yfir leikinn við England á EM, Argentínu á HM og svo Frakkland núna í mars. Hann setti það bara niður, hvernig líkamstjáning og bendingar, búinn að telja allt.“

,,Það var svo mikill munur á þessu, England og Argentína 48 tjáskipti þar. Svo voru bara 8 í leiknum við Frakkland, þar töpum við 4-0 og vorum lélegir. Þar var farið að hugsa að tapa ekki of stórt, menn fóru inn í sig í stað þess að tjá sig og leiðbeina. Það var gott að sjá það svart á hvítu, að menn voru ekki samstíga.“

Aron Einar segir að þessi fundur hafi stuðað leikmenn liðsins, komið þeim á tærnar fyrir leikina tvo í Laugardalnum. ,,Það stuðaði okkur, góður fundur.“

Viðtalið við Aron er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“