fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
433Sport

Sindri segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð frá KSÍ: Lét rasísk ummæli falla

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 08:44

Björgvin er á bekknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ mun síðar í vikunni birta dóm sinn er varðar rasísk ummæli Björgvins Stefánssonar, framherja KR. Í gær var greint frá því að dómurinn myndi birtast i dag, því hefur verið frestað.

Björgvin, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, lét ummælin falla í beinni útsendingu á Haukar TV fyrir tæpum tveimur vikum. Björgvin sá um að lýsa leik Hauka og Þróttar R. á Haukar TV en þau lið áttust við í Inkasso-deild karla.

Björgvin er fyrrum leikmaður Hauka en hann tjáði sig um Archange Nkumu, leikmann Þróttar. ,,Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Mörgum finnst málið hafa tekið alltof langan tíma en aga og úrskurðarnefnd KSÍ, hefur í tvígang fundað um málið en ekki birt neinn dóm. Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu gagnrýnir hvernig nefndin á vegum KSÍ hefur farið með málið.

,,Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björg­vin Stef­áns­son hef­ur fengið hjá knatt­spyrnu­yf­ir­völd­um hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk um­mæli hans voru skelfi­leg, það dylst eng­um, og við blas­ir að þau kalli á refs­ingu í formi leik­banns, en Björg­vin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nag­andi óvissu um fram­haldið,“ skrifar Sindri í Morgunblaðið.

KR hefur leikið þrja leiki frá því að málið kom upp, þetta hefur haft áhrif á spilamennsku Björgvins. ,,Björg­vin var ekki upp á sitt besta í fyrstu tveim­ur leikj­un­um eft­ir að málið kom upp, og spilaði ekki í leikn­um við KA á sunnu­dag. Þarna eru komn­ir þrír leik­ir sem best væri auðvitað að hefðu verið hluti af leik­banni hans, verði það fimm leikja bann eins og mér finnst hann al­gjör­lega verðskulda.“

,,Auðvitað þarf aga­nefnd ein­hvern tíma til að kom­ast að niður­stöðu. Ég geri mér grein fyr­ir því að málið er um margt ein­stakt hér á landi og regl­urn­ar kannski ekki nægi­lega skýr­ar. Ef Björg­vin hefði orðið upp­vís að sín­um rasísk­um um­mæl­um í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En um­mæl­in féllu í vef­varps­lýs­ingu í sjálf­boðavinnu fyr­ir Hauka. Skipt­ir það máli? Ber að refsa Hauk­um? Var Björg­vin áhorf­andi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leik­valla­banni?.“

Sindri segir að það sé ekki boðlegt að mál taki svona langan tíma í ferli.

,,En hver svo sem ástæðan er fyr­ir seina­gang­in­um þá er biðin orðin of löng fyr­ir Björg­vin. Þetta geng­ur ekki og það hljóta all­ir að sjá. Málið hlýt­ur að kalla á breytt verklag aga­nefnd­ar í framtíðinni. Leik­ur Hauka og Þrótt­ar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björg­vin inni­lega af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um, þó það nú væri, og hlutaðeig­andi fé­lög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vik­ur. Það er ein­fald­lega of lang­ur tími.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óskar Hrafn öskuillur eftir jafnteflið: ,,Gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna“

Óskar Hrafn öskuillur eftir jafnteflið: ,,Gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óli Kri spilaði 15 ára gömlum strák: ,,Maður þarf að velja rétt“

Óli Kri spilaði 15 ára gömlum strák: ,,Maður þarf að velja rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu ótrúlegt atvik: Leikmaður Lazio rekinn af velli fyrir að bíta andstæðing

Sjáðu ótrúlegt atvik: Leikmaður Lazio rekinn af velli fyrir að bíta andstæðing
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu svakalega björgun Zouma í blálokin

Sjáðu svakalega björgun Zouma í blálokin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Náði loksins bílprófinu 31 árs gamall – Liðsfélagarnir gerðu grín

Náði loksins bílprófinu 31 árs gamall – Liðsfélagarnir gerðu grín
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dómarinn reyndi að róa Klopp: ,,Ég geri mistök eins og aðrir“

Dómarinn reyndi að róa Klopp: ,,Ég geri mistök eins og aðrir“