fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Harkalegt rifrildi í Madríd: ,,Borgaðu mér og ég skal fara“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir miðlar greina frá því í dag að Sergio Ramos sé sterklega að íhuga brottför frá Real Madrid í sumar.

Ramos er fyrirliði Real en hann hefur leikið með félaginu við góðan orðstír undanfarin 14 ár.

Talað er nú um að Ramos hafi rifist heiftarlega við forseta félagsins, Florentino Perez, eftir tap gegn Ajax í Meistaradeildinni.

Perez á að hafa sagt að frammistaða Real hafi verið til skammar og tók Ramos ekki vel í þau orð.

Hann á að hafa svarað forsetanum fullum hálsi og öskraði: ,,Borgaðu mér peninginn og ég skal fara.“

Ramos var spurður út í atvikið á Twitter síðu sinni og hafði þetta að segja: ,,Vandræðin í búningsklefanum eru leyst í búningsklefanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“