fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Myndbandið sem allir héldu að væri ekta: Sjáðu hvað átti að hafa gerst

433
Þriðjudaginn 21. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist ansi athyglisvert myndband af leikmönnum Manchester City sem höfðu nýlega fagnað Englandsmeistaratitlinum.

City var að klára frábært tímabil en liðið vann þrennuna: enska meistaratitilinn, deildarbikarinn og enska bikarinn.

Þeir fögnuðu með stuðningsmönnum sínum í gær en eins og venjulega var boðið upp á rútuferð í borginni.

Stuttu eftir þessa rútuferð birtist myndband þar sem mátti sjá Englandsmeistarabikarinn sjálfan mölbrotinn á jörðinni.

Sergio Aguero, leikmaður City, kom fyrir í þessu myndbandi en fáir virtust skilja hvað var raunverulega í gangi.

Margir töldu að einhver hefði óvart misst bikarinn í jörðina í fagnaðarlátunum en svo var ekki.

Það voru margir sem féllu fyrir þessu myndbandi sem var þó tekið upp í gríni af sjónvarpsstöð City.

Bikarinn sjálfur var aldrei í neinni hættu heldur var notast við gervibikar sem fékk þó heldur betur að finna fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð
433Sport
Í gær

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Í gær

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá