fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Kom syni sínum til varnar og réðst á ölvaðan mann

433
Fimmtudaginn 16. maí 2019 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Conceicao, stjóri Porto í Portúgal, var mættur á U19 leik liðsins á dögunum sem mætti Benfica.

Conceicao horfði á son sinn spila í leiknum, Rodrigo Conceicao en hann spilar fyrir lið Benfica.

Það var Benfica sem hafði betur í leiknum og komst Rodrigo á blað í sigrinum, eitthvað sem fór í taugarnar á mörgum.

Sergio var í stúkunni og horfði á leikinn en sonur hans þurfti að hlusta á mikið áreiti frá stuðningsmönnum Porto.

Hann var kominn með alveg nóg að hlusta á ljót köll úr stúkunni og endaði á að slást við stuðningsmann Porto sem talaði niður til stráksins unga.

Greint er frá því að þessi stuðningsmaður hafi verið vel ölvaður og svaraði fyrir sig af fullum hálsi.

Aðrir stuðningsmenn og öryggisverðir þurftu að skilja þá að. Rígurinn á milli Porto og Benfica er gríðarlega mikill.

Bæði lið berjast um efsta sætið í portúgölsku deildinni en tvö stig eru á milli þeirra fyrir lokaumferðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Í gær

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið