fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Er hann að ljúga að fólkinu í Vestmannaeyjum? – ,,Maður hugsaði með sér að þessi gaur væri mjög sérstakur“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknin er nýr hlaðvarpsþáttur á 433.is, eftir hverja einustu umferð í Pepsi Max-deild karla í sumar, þá munum við gera hlutina upp.

Við fáum góða gesti til okkar en að þessu sinni var það Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu.

Það gæti verið viðkvæmt mál að ræða Portúgalann Pedro Hipolito sem tók við ÍBV fyrir leiktíðina en hann var áður hjá Fram.

ÍBV byrjaði sumarið á 3-0 tapi heima gegn Fylki og steinlá svo gegn KR með sömu markatölu í síðustu umferð.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, þekkir vel til Eyja og er ekki hrifinn af byrjun liðsins sem hefur ekki verið sannfærandi.

,,Pedro Hipolito tekur við í haust og það voru einhverjir Framarar búnir að segja mér að hann væri drullu góður þjálfari.“

,,Hann er ekki að heilla með svörum sínum eftir leiki. Þegar ég var að punkta fyrir þetta þá skrifaði ég bara ‘Pedro the liar’. Hann reynir að ljúga að fólki að þetta sé mjög gott.“

,,Ég sá ekki þennan Fylkisleik en þar voru þeir víst frábærir en töpuðu samt 3-0. Hann talaði um að ÍBV hefði stjórnað leiknum gegn KR en þeir gerðu það aldrei. Ég var á vellinum.“

Bjarni segir svo sína hlið en Pedro hefur verið á Íslandi í tæp tvö ár eftir að hafa tekið við Fram og var árangurinn í besta falli ágætur þar á bæ.

Bjarni segir að Pedro hafi í raun verið óskrifað blað þegar hann kom til landsins en ráðning Fram vakti verðskuldaða athygli.

,,Þetta ÍBV lið, maður veit ekki alveg hvað maður á að segja. Maður vorkennir svolítið Eyjamönnum,“ sagði Bjarni.

,,Þessi gæi var bara alveg óskrifað blað þegar hann kom til Íslands. Hann tekur við Fram og það eina sem var sagt er að þessi gæi hafi unnið með Rui Faria [aðstoðarmanni Jose Mourinho] og fengið meðmæli.“

,,Í fyrra setur hann svo fjölmiðlamenn í bann. Bannar leikmönnum að koma í viðtal eftir leik, íslenskir fjölmiðlar hafa alveg verið settir í bann en þá hefur það verið fyrir eitthvað annað en tapleik. Sérstaklega þegar umfjöllunin hefur ekki verið nein.“

,,Þá hugsaði maður með sér að þessi gaur væri mjög sérstakur. Ég held að hann fái ekki að klára þetta tímabil í Eyjum. Hann er að biðja um það með hvernig hann kemur fyrir í þessum viðtölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki