fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Ummæli Gauja Þórðar sem Arnar mun aldrei gleyma: ,,Þetta voru aumingjar og þeir gátu ekki neitt“

433
Þriðjudaginn 7. maí 2019 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Þór Viðarsson sem átti magnaðan feril sem atvinnumaður, hann var elskaður og dáður hjá þeim félögum sem hann lék fyrir.

Arnar hefur búið erlendis í 22 ár en er mættur aftur heim. Hann er nú þjálfari U21 árs landsliðsins og var í vikunni ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Arnar spilaði í frægum leik gegn Frökkum er Ísland rétt tapaði 3-2 í undankeppni EM árið 1999.

Frakkar voru þá með eitt allra besta landslið heims og höfðu stuttu áður fagnað sigri á heimsmeistaramótinu.

Guðjón Þórðarson var þá landsliðsþjálfari Íslands en hann þjálfaði liðið frá 1997 til 1999 og tók svo við Stoke City.

Arnar er mikill aðdáandi Guðjóns og fer yfir hvernig honum leið fyrir leikinn gegn stórliði Frakklands eftir fund með Guðjóni.

,,Ég sat á bekknum í fræga leiknum, 3-2. Það var var algjört ævintýri að vera í þeim hóp,“ sagði Arnar.

,,Ég var bara ungur drengur þannig lagað, að vera vitni af Gaua Þórðar tímabilinu. Gaui var snillingur.“

,,Á þeim tíma, ég mun aldrei gleyma því, þeir voru ný orðnir heimsmeistarar og fyrir þann leik að sitja á fundum með Gaua Þórðar og heyra hann tala um Didier Deschamps, Desailly, Zidane og alla þessa gaura, þetta voru aumingjar.“

,,Þeir gátu ekki neitt! Þeir voru annað hvort over the hill eða þeir nenntu þessu ekki eða þeir voru búnir að vera meiddir.“

,,Ég fór útaf fundinum og hugsaði með mér að við værum að fara að vinna þennan leik, að þeir gætu ekkert. Gaui Þórðar var ógeðslega góður í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“