Það virðist vera góður taktur í Kolbeini Sigþórssyni, framherja AIK í Svíþjóð þessa dagana. Stutt er í að framherjinn byrji að spila.
Mánuður er síðan að Kolbeinn samdi vð AIK, hann hefur síðan þá æft að krafti. Til að koma sér í form og geta hafið leik.
Kolbeinn Sigþórsson: Mótlætið og nýtt upphaf – ,,Ég kem sterkari út úr þessu“
Kolbeinn hafði ekki spilað í fleiri mánuði með Nantes í Frakklandi, ef Kolbeinn kemst á flug er um að ræða frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið.
„Ég er að komast á þann stað sem ég vil vera á,“ sagði Kolbeinn.
Komist Kolbeinn á flug á næstu vikum, er um að ræða frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið. Liðið mætir Albaníu og Tyrklandi í júní, þar verður Alfreð Finnbogason, öflugasti framherji liðsins. Ekki með vegna meiðsla.
Kolbeinn var algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu til ársins 2016, Erik Hamren hefur dásamað Kolbein og vonast til að hafa hann í hópnum í sumar. ,,Ég hugsaði auðvitað um landsliðið þegar ég ákvað að skrifa undr hérna, ég taldi þetta vera rétt skref með það í huga. Ég er að stefna að því að komast í toppform til að geta verið með í sumar. Ég taldi það frábæran möguleika með því að koma hingað, vonandi kemst ég í gang og get verið með landsliðinu í sumar.“
Framherjinn getur ekki beðið eftir því að reim á sig markaskóna á nýjan leik. ,,Það er það sem maður hefur beðið eftir, að komast aftur út á völl. Ég tek þetta viku fyrir viku núna, byggi mig upp og get vonandi byrjað að spila eftir mánuð eða tvo,“ sagði Kolbeinn þegar hann skrifaði undir.
”I’m getting where I want to be” – Sigthorsson krigar sig allt närmare AIK-debuten.
Vårt isländska anfallsvapen under lupp på den tuffa, individuella träningen – exklusivt på @FollowUsAIK.
Starta ditt abonnemang på https://t.co/bT7DYKSMLL pic.twitter.com/i5hf9u1EaU— AIK Fotboll (@aikfotboll) May 1, 2019