fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Kolbeinn Sigþórsson: Mótlætið og nýtt upphaf – ,,Ég kem sterkari út úr þessu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, skrifaði í gær undir tæplega þriggja ára samning við AIK í Svíþjóð. Kolbeinn er þannig kominn með nýtt félag en AIK, varð sænskur meistari á síðustu leiktíð.

Framherjinn öflugi hefur gengið í gegnum erfiða tíma á ferli sínum en samningi hans við Nantes í Frakklandi, var rift í síðasta mánuði. Félagið taldi sig ekki hafa not fyrir Kolbein, sem fékk enginn tækifæri. Hann náði samkomulagi um starfslok og er spenntur fyrir nýju upphafi.

,,Þetta tók ekki svo langan tíma, þetta kom upp skömmu eftir að ég rifti við Nantes. Þeir höfðu mikinn áhuga og þetta gerðist því fljótt,“ sagði Kolbeinn í samtali við 433.is í dag.

Kolbeinn var orðaður við fleiri lið og segir að áhuginn hafi verið mikill. ,,Það var mikill áhugi frá mörgum liðum í Skandinavíu, ég skoðaði aðstæður hjá AIK og ákvað eftir það að koma hingað. Mér finnst þetta vera rétta skrefið á ferlinum.“

Kolbeinn Sigþórsson

Ekki nokkur einstaklingur sem fylgst hefur með fótbolta efast um hæfileika Kolbeins, hann hefur hins vegar lítið spilað síðustu þrjú ár. Hann horfir á þetta skref til AIK sem lið í því að byggja sig upp og koma sér aftur í fremstu röð.

,,Ég horfi á þetta þannig að ég vil byggja mig aftur upp, þetta er rétt skref eins og staðan er á mér núna. Þeir vilja byggja mig upp, koma mér aftur í gang. Það er mikilvægt fyrir mig að félagið skilji mína stöðu, það er ekki pressa á að ég sé byrjaður að spila leiki á morgun. Það er ekki rétta leiðin, liðið skilur það. Þetta verður gert á réttan máta, þannig að ég haldist heill sem lengst. Ég ætla að koma mér í toppform.“

Kolbeinn rifti samningi sínum við Nantes í síðasta mánuði, þar var lítið um fótboltaæfingar, undir það síðasta. ,,Það er ekki búið að vera mikið af fótboltaæfingum, ég hef æft með einkaþjálfara. Ég hef verið að æfa á hverjum degi, ég er þokkalega góðu standi. Ég fer í mælingar hér í vikunni, og svo hægt og sígandi fer ég að æfa með liðinu. Við tökum þetta viku, fyrir viku.“

Það var mikill léttir fyrir framherjann knáa, þegar samningi hans við Nantes var loks rift. ,,Loksins tókst þetta, þessu tímabili er bara lokið hjá mér. Ég spilaði ekki leik þarna í tæpt ár, þetta var farsælasta lausnin. Þetta var bara svona, vonandi er ég að taka rétt skref. Ég hef mikla trú á því, ég finn að mér er mjög vel tekið, ég er bjartsýnn.“

Forseti Nantes og stuðningsmenn félagsins voru mikið í því að úthúða framherjanum, sem aldrei fékk tækifæri á að sanna sig. ,,Í raun og veru, pældi ég bara ekkert í því. Ég er ýmsu vanur, ég vildi bara spila fótbolta. Það var ekki gaman að æfa bara með varaliðinu og fá ekki neinn séns. Þetta voru ekki skemmtilegir mánuðir, ég kem sterkari út úr þessu. Ég ætla að nýta þetta sem vind í seglin og taka þessu á jákvæðinn hátt.“

Það kom framherjanum knáa á óvart hversu flottur klúbbur AIK er. ,,Ég hitti menn hjá klúbbnum hérna, það kom mér verulega á óvart hversu flottur klúbbur þetta er. Aðstæðan er frábær, þeir leggja mikinn metnað í að ná árangri. Liðið stefnir á að komast inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, ég hef ekki hitt alla leikmennina. Ég veit ekki alveg hvar liðið stendur en þetta er flottur klúbbur. Vonandi náum við að komast inn í Meistaradeildina, ef ekki er það vonandi Evrópudeildin, sem er líka flott keppni.

Kolbeinn var algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu til ársins 2016, Erik Hamren hefur dásamað Kolbein og vonast til að hafa hann í hópnum í sumar. ,,Ég hugsaði auðvitað um landsliðið þegar ég ákvað að skrifa undr hérna, ég taldi þetta vera rétt skref með það í huga. Ég er að stefna að því að komast í toppform til að geta verið með í sumar. Ég taldi það frábæran möguleika með því að koma hingað, vonandi kemst ég í gang og get verið með landsliðinu í sumar.“

Framherjinn getur ekki beðið eftir því að reim á sig markaskóna á nýjan leik. ,,Það er það sem maður hefur beðið eftir, að komast aftur út á völl. Ég tek þetta viku fyrir viku núna, byggi mig upp og get vonandi byrjað að spila eftir mánuð eða tvo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum