Tim Howard, fyrrum markvörður Manchester United og Everton vonar að hann þurfi aldrei að sjá Liverpool vinna ensku úrvalsdeildina.
Þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Liverpool með 91 stig, í eðlilegu árferði væri Liverpool að vinna deildina.
Manchester City er hins vegar með 92 stig og ef liðið vinnur síðustu tvo leikina, vinnur ljósbláa liðið deildina.
Howard vonar að Liverpool vinni aldrei deildina á meðan hann lifir, hann spilaði fyrir báða erkifjendur félagsins.
,,Ég vona að Liverpool vinni aldrei deildina á meðan ég anda,“ sagði Howard en 29 ár eru frá því að Liverpool vinni deildina.
,,Við erum með tvö góð lið í góðu formi, þetta ræðst á síðustu metrunum. Ef hvorugt liðið misstígur sig, er ljóst að City vinnur.“
Tim Howard on Liverpool: “I hope Liverpool never win a title while I'm still breathing. We have two teams in the form that they're both in. It'll come down to the wire. If no one has a slip up, then City wins." pic.twitter.com/JNnN9BjUaP
— Squawka News (@SquawkaNews) April 30, 2019