Það er alvöru slagur í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar Ajax heimsækir Tottenham í Meistaradeild Evrópu.
Ajax hefur komið gríðarlega á óvart í ár og slegið út bæði Real Madrid og Juventus.
Stuðingsmenn Ajax hafa fjölmennt til Lundúna og þeir ákváðu að hrekkja einn stuðningsmann Tottenham í dag.
Sá hafði tekið sér smá blund á bekk í miðborg London, stuðningsmenn Ajax mætti með rauðan penna og breyttu merkingunni á búningi hans.
Ætla má að stuðningsmaður Spurs hafi stungið niður nokkrum köldum áður en hann fór í draumaheiminn.
Hrekkinn má sjá hér að neðan.