Það fóru fram nokkrir leikir í Mjólkurbikar karla í kvöld en 3. umferð keppninnar fór fram.
Lið Grindavíkur er komið áfram í næstu umferð eftir sannfærandi sigur á Aftureldingu þar sem Aron Jóhannsson gerði tvennu.
Það er búist við miklu af liði Kórdrengja á tímabilinu en liðið er nú úr leik eftir tap gegn Keflavík, 1-0.
Fram er einnig úr leik eftir nokkuð óvænt 3-1 tap heima gegn Njarðvík í framlengdum leik.
Þróttur Reykjavík vann þá 4-0 sannfærandi sigur á Ægi og Fjölnir lagði ÍR, 3-1 í Breiðholtinu.
Grindavík 4-1 Afturelding
1-0 Aron Jóhannsson
1-1 Alexander Aron Davorsson
2-1 Josip Zeba
3-1 Kiyabu Nkoyi
4-1 Aron Jóhannsson
Keflavík 1-0 Kórdrengir
1-0 Tómas Óskarsson
Fram 1-3 Njarðvík
0-1 Steán Birgir Jóhannesson
1-1 Helgi Guðjónsson
1-2 Stefán Birgir Jóhannesson
1-3 Andri Gíslason
Ægir 0-4 Þróttur R.
0-1 Aron Þórður Albertsson
0-2 Daði Bergsson
0-3 Hreinn Ingi Örnólfsson
0-4 Gústav Kári Óskarsson
ÍR 1-3 Fjölnir
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson
0-2 Jóhann Árni Gunnarsson
1-2 Ágúst Freyr Hallsson
1-3 Guðmundur Karl Guðmundsson