Sögusagnir um áhuga Real Madrid á Paul Pogba miðjumanni Manchester United fara ekki í burtu.
Pogba ku hafa áhuga á að spila fyrir Zinedine Zidane sem tók aftur við Real Madrid á dögunum.
Pogba er að klára sitt þriðja ár hjá United kostaði félagið 90 milljónir punda árið 2016.
Nú er sagt að United vilji fá 120 milljónir punda, ef félagið á að íhuga að selja hann. Mirror heldur þessu fram í dag.
Sagt er að af eitthvað félag sé tilbúið að greiða þessa upphæð, þá geti Pogba farið.
Pogba hefur átt ágætis tímabil en hefur fengið harkalega gagnrýni, þá helst fyrir leti.