Sadio Mane, leikmaður Liverpool, öfundar spænska stórliðið Barcelona en þessi lið mætast á morgun.
Mane og félagar heimsækja Barcelona í Meistaradeildinni og með heimamönnum spilar Philippe Coutinho.
Coutinho lék með Liverpool í nokkur ár áður en hann samdi við Barcelona í byrjun síðasta árs.
,,Hann er frábær og frábær leikmaður og ég öfunda Barcelona aðeins að þeir hafi fengið hann,“ sagði Mane.
,,Ég myndi elska það að sjá hann. Við erum þó ánægðir fyrir hans hönd.“
,,Hann naut þess að spila hérna og gaf allt í sölurnar. Hann er enn ungur og getur bætt sig mikið. Ég þekki hann, hann er mjög vinnusamur. Vonandi verður hann enn í rúminu þegar við spilum.“