Manchester United fékk Chelsea í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Fyrri hálfleikurinn um helgina var ansi fjörugur en United komst yfir með marki frá Juan Mata sem skoraði gegn sínum fyrrum félögum.
Chelsea jafnaði svo metin fyrir lok fyrri hálfleiks er Marcos Alonso potaði knettinum í netið.
Antonio Rudiger átti skot af löngu færi sem David de Gea réð ekki við í markinu og náði Alonso frákastinu. Seinni hálfleikur var alls engin skemmtun og voru færin af skornum skammti. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli á Old Trafford.
De Gea hefur spilað afar illa síðustu vikur og hann bað liðsfélaga sína afsökunar á mistökunum í hálfleik.
De Gea hefur ekki staðið sig vel í ár og ensk blöð bera nú saman tölfræði hans og Loris Karius. Markvörðurinn er í láni hjá Besiktas í Tyrklandi, frá Liverpool.
Mikið grín var gert að Karius á síðustu leiktíð fyrir frammistöðu sína með Liverpool, hann er hins vegar betri en De Gea miðað við þetta tímabil.