Það eru ekki allir sem fá þann heiður að spila fyrir Barcelona sem er besta lið Spánar í dag.
Miðjumaðurinn Kevin Prince Boateng er einn af þeim en hann fór til Barcelona til Sassuolo í janúar.
Það skref kom mörgum á óvart og jafnvel leikmanninum sjálfum sem hélt að hann væri á leið til Espanyol sem leikur einnig í Barcelona borg.
,,Þetta gekk allt svo hratt fyrir sig. Ég er bara með besta umboðsmann í heimi,“ sagði Boateng.
,,Hann hringdi í mig einn daginn og sagði: ‘þú spilaðir vel gegn Inter Milan, einhver er að fylgjast með.’ Hann sagði ekki hver.“
,,Jafnvel þjálfari minn hjá Sassuolo sagði við mig að ég hafði spilað vel því leikurinn var mikilvægur.“
,,Undir pressu þá spila ég best. Ég var besti maðurinn á vellinum og eftir leikinn kom umboðsmaðurinn að mér og sagði: ‘við erum á leið til Barcelona!’
,,Ég hét að hann væri að tala um Espanyol. Um leið þá svaraði hann: ‘nei rétta liðið.’ Það var ótrúlegt. Ég trúði þessu ekki þar til yfirmaður knattspyrnumála liðsins hringdi í mig.“