fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Arnari brá þegar hann sá að þetta var enn í gangi á Íslandi: ,,Bannað frá þriggja ára aldri“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 18:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ en þetta var staðfest á blaðamannafundi.

Arnar mun vinna með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ en hann var einnig ráðinn þjálfari U21 landsliðsins fyrr á árinu.

Það hefur lengi legið í loftinu að ráða í þetta starf og viðurkennir Arnar að það hafi tengið sinn tíma.

,,Jú þetta hefur búið að vera langur aðdragandi, það má kannski orða það þannig,“ sagði Arnar.

,,Ég slysaðist inn í þetta þannig laga. Örlögin voru að tosa mig aftur til Íslands, ég hef verið úti í 20 ár. Ég var ekkert á leiðinni heim.“

,,Ég byrjaði svo í einhverri njósnun fyrir aðallandsliðið gegn Belgum og í framhaldi af því hófust fundir og símtöl og samræður við Guðna.“

,,Upp úr því þá kom þetta 21 árs landslið sem er rosalega spennandi dæmi sem ég ætlaði ekkert að byrja á fyrr en eftir tímabilið hjá Lokeren en svo er maður rekinn þaðan og þá fór allt í gang.“

Arnar útskýrir svo hvað fylgir starfinu en hann og Guðni voru á sömu blaðsíðu þegar þeir ræddu saman fyrst.

,,Ég er rosalega spenntur fyrir þessu, ég bauðst til að setja niður á blað mína sýn á þessu og eftir að við fórum yfir það var ljóst að við vorum nálægt hvorum öðrum hvernig við sáum þetta starf.“

,,Það sem er spennandi í þessu er að þetta er nýtt starf. Þetta er langt frá því að vera einhver ‘technical director’ hjá klúbbi þar sem menn eru að kaupa og selja leikmenn. Þetta er í raun stefnumótun og afreksstarf.“

,,Starfið felst líka í því að fara út í aðildafélögin og vinna með þeim. Ég sé þetta ekki sem eitthvað skrifstofustarf þar sem maður situr inni og býr til Power Point.“

Arnar mætti á æfingu hjá sjötta flokki á dögunum og viðurkennir að sú æfing hafi komið honum á óvart.

Arnari brá þegar hann sá hvað var í gangi á æfingunni og telur að það sé mikið sem sé hægt að bæta fyrir framtíðina.

,,Þegar ég var í sjötta flokki, þá var spilaður sjö manna bolti. Það er að vísu búið að breyta því í átta manna bolta sem betur fer.“

,,Þá spiluðum við fræga leikkerfið 2-2-2. Þar voru tveir varnarmenn, tveir miðjumenn og tveir sóknarmenn.“

,,Þeir sem hafa einhvern smá svona áhuga á fótbolta vita það hvað er mikilvægast í nútíma knattspyrnu, það eru þessir vinklar sem er alltaf verið að tala um. Hvort sem það sé Manchester City eða Liverpool.“

,,Það er nánast ekkert í knattspyrnu sem telst gott sem er beint áfram eða beint til hliðar, þversending beint til hliðar er bönnuð frá því að þú sért þriggja ára. Að spila boltanum beint upp á strikerinn er erfitt fyrir hann.“

,,Miðað við það sem ég sá erum við í fimm manna bolta og enn með tvo varnarmenn og tvo sóknarmenn.“

,,Við erum ekki að kenna strákunum strax frá því að þeir eru fimm, sex eða sjö ára að búa til þessa vinkla. Það er hægt að gera það á mismunandi vegu. Það er ekkert eitt kerfi sem allir verða að spila því ég segi það. Það er bara mjög mikilvægt að þeir læri þetta sem fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Í gær

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu