Lið KR notar elstu leikmenn Pepsi-deildar karla en ekkert lið er með hærri meðalaldur ef skoðað er byrjunarliðin í fyrstu umferð.
KR hóf leik í kvöld á Íslandsmótinu en nú er í gangi leikur við Stjörnuna á Samsung vellinum.
Meðalaldur KR er 30,6 ár sem er ansi hátt. Þar á eftir koma Íslandsmeistarar Vals og einmitt Stjarnan.
Yngsta byrjunarliðið var hjá ÍA sem vann sannfærandi 3-1 sigur á KA fyrr í dag. Þar er meðalaldurinn 25,5 ár.
Skemmtileg tölfræði sem er einnig athyglisverð en KR hefur lengi notast við sömu leikmennina sem eru enn hjá félaginu í dag.
Aldurinn getur þó alltaf skilað sér enda Valsmenn Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár í röð.
Uppfært
KR 30,6
Val 29,3
Stj 29,0
FH 28,6
Bli 28,4
Gri 27,4
KA 26,7
IBV 26,7
Fyl 26,7
HK 26,2
Vik 25,9
ÍA 25,5Liðin sem flestir spá í topp 5 eru elst. Öll amk ári eldri en Bayern Munchen sem er með elsta meðalaldur í Bundesligunni 27,4.
— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) 27 April 2019