fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Hundsaði foreldra sína sem töldu sig vita best: Kveiktu í skónum hans

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. apríl 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samuel Chukwueze er nafn sem einhverjir ættu að kannast við en hann leikur með liði Villarreal á Spáni.

Chukwueze er talinn mikið efni en hann er 19 ára gamall og hefur spilað þónokkra leiki fyrir aðalliðið.

Vængmaðurinn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Nígeríu á síðasta ári en hann hafði það ansi erfitt á yngri árum.

Chukwueze er uppalinn í Umuahia í Nígeríu og lék þar í landi áður en Villarreal samdi við hann árið 2017.

Foreldrar Chukwueze reyndu ítrekað að koma í veg fyrir hans knattspyrnuiðkun og vildu sjá hann einbeita sér að náminu.

Chukwueze hafði alltaf brennandi áhuga á knattspyrnu og nýtti sér öll tækifæri til að spila.

Foreldar hans reyndu þó að banna honum að mæta á æfingar en það skilaði ekki árangri. Hann hlustaði ekki.

Þau tóku svo upp á því að kveikja í knattspyrnuskóm sonar síns en þrátt fyrir það gafst hann aldrei upp.

Chukwueze hélt áfram að bæta sig og spila og upplifir nú drauminn á Spáni. Stórlið á borð við Atletico Madrid og Bayern Munchen eru sögð hafa áhuga á stráknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar