Logi Tómasson er leikmaður sem hefur verið á milli tannanna á fólki í kvöld en hann er ungur leikmaður Víkings.
Logi skoraði mark í 3-3 jafntefli gegn Íslandsmeisturum Vals en hann kom Val yfir í 2-1.
Mark Loga var einfaldlega stórkostlegt en hann pakkaði varnarmönnum Vals saman og skoraði með þrumuskoti.
Logi klobbaði tvo áður en hann smellti boltanum í netið og átti Anton Ari Einarsson aldrei möguleika í markinu.
Logi er fæddur árið 2000 og er því gríðarlegt efni en hann kom inná sem varamaður í leik kvöldsins.