Wes Brown, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Paul Pogba hafi átt skilið sitt sæti í liði ársins á Englandi.
Það kom nokkrum á óvart í gær er Pogba var valinn í lið ársins en United situr í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar.
Margir eru á því máli að Pogba hafi ekki átt skilið sæti en Brown er ekki einn af þeim.
,,Við vitum öll hvað Paul getur gert. Hann átti mjög góðan kafla og skoraði mikilvæg mörk fyrir okkur sem og lagði upp,“ sagði Brown.
,,Augljóslega eru leikmennirnir hrifnir af honum og við viljum sá meira af því. Vonandi sjáum við það gegn Chelsea á sunnudag.“
,,Auðvitað þýðir þetta mikið því á heilu tímabili þá hefurðu staðið þig vel og öðlast virðingu frá öðrum leikmönnum.“
,,Leikmennirnir eru þeir sem kjósa. Það er eitthvað sem við njótum að gera.“
,,Jafnvel þó þeir spili fyrir Manchester City eða Liverpool, það þýðir ekki að þú getir ekki kosið þá. Þú gerir það sem er rétt og það er alltaf það besta í stöðunni.“